• Eyibyli
 • Safnaverdlaun Slider
 • Kjarval
 • 2019 Namsefni Slider
 • Hreindýrin á Austurlandi
 • Sjálfbær eining

  Það eru eflaust margir sem hverfa langt aftur í tímann við það að sjá þessa tegund af þvottavél!

  Þvottavél þessi kallaðist "Þörf" og var ein af fjölmörgum uppfinningum Alexanders Einbjörnssonar (f. 24.06.1922, d. 20.11.2015) frá Borgarholti í Miklaholtshreppi. Í viðtali við Alexander úr Tímanum frá árinu 1952 segir hann að sér hafi orðið það ljóst að það þyrfti að finna upp eitthvað tæki sem létti húsmæðrum, sem ekki höfðu rafmagn, þvottinn með einhverjum hætti. Hann hafði séð sænska handsnúna þvottavél og hóf að smíða samkonar vél. Vélar þessar tóku í kringum 3-4 kg af þvotti og voru eflaust mikil búbót. Alexander smíðaði um þúsund svona þvottavélar.

   Í safnkosti Minjasafnsins má finna tvær þvottavélar þessar tegundar. Sú vél sem er gripur mánaðarins er grænmáluð og eins og þær allar er hún í tveimur hlutum (þvottavélarkassinn stendur undir). Hún er opnuð að ofan og á lokinu er sveif sem snýr spaðanum inn í henni fram og til baka í hálfhring. Í botninum er gat og gúmmíslanga fyrir afrennsli. Vélin kemur úr búi Maríu Reimarsdóttur og Elís Sveinbjörnssonar frá Flögu í Breiðdal en þau fengu vélina í kringum 1960.

  Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

  Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.

  vefbordi fyrir sarp 945 x 250

  Opnunartímar

  1. september - 31. maí:
  Þriðjudaga - föstudaga: 11:00-16:00

  1. júní - 31. ágúst: 
  Alla daga: 10:00-18:00

  Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.

  Aðgangseyrir:

  18 ára og eldri: 1500 kr*
  *ATH: Út ágúst býður safnið 20% afslátt af almennu miðaverði til þeirra sem gista á Fljótsdalshéraði í eina nótt eða fleiri. 

  17 ára og yngri: Frítt
  Eldri borgarar, öryrkjar, nemar: 1000 kr. 
  Hópar með 10 manns eða fleiri: 900 kr. á mann.

  Minjasafn Austurlands WiFi

  Í anddyri Minjasafnsins er hægt að tengjast þráðlausu neti hússins.