• 2019 Namsefni Slider
 • Kjarval
 • Hreindýrin á Austurlandi
 • Sjálfbær eining

  Nú þegar veturinn er formlega hafinn er við hæfi að draga fram grip sem tengist honum!

  Ekkert er skemmtilegra á fallegum vetrardögum en að nýta snjóinn í skemmtilegan leik. Þá eru ýmis leikföng tekin út sem fengið hafa að dvelja inn í geymslu frá síðasta vetri. Þannig hefur það eflaust verið með þennan glæsilega sleða sem Finnur Þorsteinsson (f.1961) gaf til safnsins árið 2018 en Finnur er sonur Þorsteins Sigurðssonar (1914-1997), læknis á Egilsstöðum, og Friðbjargar Sigurðardóttur (1918-1986). Sleðinn er fyrir barn til að sitja í og annað að ýta, líkt og skíðasleði, en hann er úr við og masónítplötur eru á hliðum. Sleðinn var smíðaður trésmíðaverkstæði Kaupfélags Héraðsbúa eftir mynd sem Friðbjörg kom með úr erlendu blaði. Ekki er vitað hver smíðaði sleðann en það var í kringum árið 1960. Notendur voru þeir bræður, Finnur og Þórhallur Þorsteinsson (f. 1948).

   

  Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

  Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.

  vefbordi fyrir sarp 945 x 250

  Opnunartímar

  1. sept - 31.maí
  Þriðjudaga - föstudaga: 11:00-16:00

  1. júní - 31. ágúst
  Alla daga: 10:00-18:00

  Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma.

  Aðgangseyrir:

  18 ára og eldri: 1500 kr
  17 ára og yngri: Frítt
  Eldri borgarar, öryrkjar, nemar: 1000 kr. 
  Hópar með 10 manns eða fleiri: 1000 kr. á mann.

  Minjasafn Austurlands WiFi

  Í anddyri Minjasafnsins er hægt að tengjast þráðlausu neti hússins.