
Á mörgum heimilum eru jóla- og nýárskveðjurnar í útvarpinu ómissandi partur af jólahaldinu.
Frá því árið 1932 hefur Ríkisútvarpið sent út jóla- og nýárskveðjur á Þorláksmessu og voru þær upprunalega ætlaðar þeir sem voru fjarri heimahögum sínum. Jólakveðjunum fór sífjölgandi og nýtur það enn mikilla vinsælda að senda kveðju á þennan hátt. Gripur dagsins í dag er útvarp sem af gerðinni Phillips og kemur úr búi Jónasar Péturssonar í Fellabæ. Ekki er ólíklegt að hlustað hafi verið á nokkrar jólakveðjur og jafnvel jólamessur úr þvi í gegnum árin.
Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, sem og daganna á undan, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins.
Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi
Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.