Skip to main content

Gripur mánaðarins - Maí

Það var mikil sorg sem ríkti þegar hætt var framleiðslu á bláum ópal í september 2005.

Skýr­ing­in var sögð vera að „fram­leiðslu mik­il­væg­asta bragðefn­is­ins hefði verið hætt og þrátt fyr­ir ít­ar­lega eft­ir­grennsl­an og rann­sókn­ir sæl­gæt­is­meist­ara Nóa-Síríus­ar hefði ekki fund­ist hliðstætt efni hjá öðrum fram­leiðend­um“. Þetta lykilbragðefni var klóróform. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem framleiðslu var hætt var blár ópal var ekki framleiddur frá 1982-1984 vegna hertra reglugerða um notkun klóróforms. Klóróform er hinsvegar ekki notað í matvælagerð í dag. 

Það eru sumir sem hafa átt erfitt með að sætta sig við að þessi tegund ópals sé ekki lengur seld en til eru dæmi um að bláir ópalpakkar hafi verið seldir á uppboði fyrir þúsundir króna.  

Það er gaman að segja frá því að fyrr á árinu áskotnaðist Minjasafninu þrír pakka af bláum ópal, en einn pakkinn er þó tómur. Hinir eru óáteknir. Pakkarnir voru meðal muna sem bjargað var úr rústum Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði eftir að stór aurskriða féll á safnið í desember 2020. 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.