Jóladagatal Minjasafnsins - 5. desember

Óhætt er að segja að það vermi hjörtu okkar að fá sent fallegt jólakort með persónulegri kveðju um jólin.

Fyrstu jólakortin komu á markað á Íslandi í kringum 1890 og voru oftast dönsk eða þýsk. Þau urðu oft lágmarks tengiliður milli frændfólks og vina sem höfðu fjarlægst eftir að fólk tók að flytjast úr sveitum í kaupstaði. Með nútíma tækni fara þó vinsældir jólakorta hnígandi og margir senda nú einungis jóla- og nýárskveðjur á samfélagsmiðlum.

Gripurinn sem leynist í glugganum í dag er handgert jólakort, að öllum líkindum með teikningu eftir einn helsta listmálara Íslands, Jóhannes S. Kjarval. Á myndinni sjást útlínur landslags og á sjónum sigla tvö seglskip. Einnig má sjá fugla og blóm og hér og þar stendur „Gleðileg jól“ og „Farsælt komandi ár.“

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér  til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.