Jóladagatal Minjasafnsins - 7. desember

"Ertu búin að öllu fyrir jólin?" er spurning sem stundum hljómar á þessum árstíma.

Margir láta hana fara í taugarnar á sér því hvað er þetta "allt" sem þarf að klára fyrir jólin? Eitt af því sem þótti nauðsynlegt að gera fyrir jólin, og þykir jafnvel enn á sumum heimilum, var að skipta út öllum gardínum og dúkum út fyrir jólagardínur og jóladúka. Þá var allt þvegið og strauborðið drifið fram. Hver einasti dúkur þurfti að vera sléttur! Gripur, eða gripir, dagsins eru því réttilega þrír litlir jóladúkar sem koma frá Múla 2 í Álftafirði. Tveir þeirra eru reyndar úr plasti og voru því sennilega ekki oft straujaðir meðan þeir voru í notkun, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa lífgað upp á svartasta skammdegið á sínum tíma.

 Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.