Jóladagatal Minjasafnsins - 8. desember

“Ég fæ einn pakka frá afa og ömmu, og annan líka frá pabba og mömmu.”

Nokkuð víst er að jólagjafirnar skipa stórt hlutverk í hátíð ljóss og friðar. Í níunda glugga jóladagatalsins má finna eitthvað sem gæti vel hafa glatt eitthvert barnið á jólunum, fyrir mörgum árum síðan. Það er nefnilega þessi fallegi bangsi sem kom frá Brekku í Fljótsdal. Hann hafði þann eiginlega að geta “baulað” ef honum var hallað aftur. Bangsinn er klæddur í hvítan slopp sem á að vera hægt að binda en bandið hefur týnst enda er hann vel kominn til ára sinna.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.