Jóladagatal Minjasafnsins - 9. desember

Eitt af því skemmtilega við veturinn er að geta farið á skauta.

Á mörgum heimilum hér áður fyrr voru til skautar á alla meðlimi fjölskyldunnar. Það var mikið gleðiefni þegar sást að gott skautasvell var að myndast og var þá skautað sér til gamans langt fram á kvöld.   Eflaust hafa nokkrir krakkar í gamla daga fengið skauta í jólagjöf, líkt og finna má í jóladagatalinu í dag, en þá átti Vigfús Eiríksson en þá fékk hann frá Kristmundi Bjarnasyni frá Hallfreðarstöðum er hann var í Laugaskóla. Skautarnir eru heimasmíðaðir og ættaðir norðan úr Þingeyjarsýslu. Þeir eru nokkuð frábrugðnir skautunum sem við þekkjum í dag en þessir voru bundnir utan um skóna.

 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýtið hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.