Jóladagatal Minjasafnsins - 10. desember

Jólaföndur er fastur þáttur í jólaundirbúningi marga, sérstaklega yngri kynslóðarinnar.

Föndrað er í skólum, á heimilum og víðar. Hjá mörgum koma áður óþekktir hæfileikar í ljós og úr verða ódauðleg listaverk sem oftar en ekki verða ómissandi hluti af jólaskreytingum næstu ár eða áratugi á eftir. 

 

Að föndra jólakort er einnig góð skemmtun. Gripur dagsins í dag tengist slíkri sköpun en það eru tvær fallegar glansmyndir af jólasveinum en slíkar myndir voru oft límdar á jólakort til skreytingar. Margir setja glansmyndir á jólakort enn í dag en þó hafa límmiðar í mörgum tilfellum leyst þær af hólmi. Glansmyndir tengdust ekki bara jólum og var það vinsælt áhugamál hjá mörgum að safna slíkum myndum. 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að skoða fleiri hluti úr jóladagatalinu.