Jóladagatal Minjasafnsins - 13. desember

Síðastliðna nótt kom Giljagaur til byggða.

Eins og allir vita skreið hann "ofan úr gili og skaust í fjósið inn". Þar faldi hann sig í básunum og beið eftir því að fjósakonan myndi bregða sér frá svo hann gæti stolið sér örlítilli froðu ofan af mjókinni í mjólkurskjólu fjósakonunnar.  Gripur dagsins er einmitt mjólkurskjóla eins og sú sem Giljagaur laumaðist í. Hvernig ætli Giljagaur fari að í dag þegar flestar kýr í fjósum landsins eru mjólkaðar með róbótum? 

 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.