Jóladagatal Minjasafnsins - 16. desember

Sá fimmti Pottaskefill, var skrítið kuldastrá.

Þegar börnin fengu skófir, hann barði dyrnar á. Hann laumaði sér síðan að pottinum og fékk sér bita. Potturinn sem um ræðir var að öllum líkindum hafður í hlóðaeldhúsinu en þau þekktust best á 19. öld og fram á þá 20. og var þar matreitt við opinn eld. Þeir sem umgengust eldinn daglega þóttust geta lesið fyrir daglátum út úr hegðun hans. Hrykki til dæmis neisti fram úr glóðunum mátti búast við gesti. Sumir sögðu illum gesti þegar illa logaði en góðum þegar vel logaði. Blár logi var góðs viti og boðaði betra veður, á meðan rauður logi spáði hinu gagnstæða.

 Gripur dagsins í jóladagatalinu er því eðlilega pottur.  Potturinn sá kemur frá Freyshólum en vel má vera að Pottaskefill hafi einhvern tímann náð að gæða sér á einhverju góðgæti úr honum.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.