Jóladagatal Minjasafnsins - 18. desember

Nú fer hver að verða síðastur að setja jólakortin í póst ef þau eiga að berast viðtakendum fyrir jól.

Gripur dagsins tengist jólakortahefðinni eins og hún var í ákveðnum skóla á Fljótsdalshéraði. Gripurinn sem um ræðir er þessi fallegi vagn frá grunnskólanum á Hallormsstað. Vagninn var smíðaður af nemendum Hallormsstaðaskóla fyrir jólin 1975 og síðan notaður í mörg ár þar á eftir til að geyma jólakort nemenda. Börnin settu jólakort til skólafélaga og starfsfólks í vagninn en áður en þau fóru í jólafrí var botninn tekinn úr vagninum, pósturinn flokkaður og síðan afhentur viðtakendum á litlu jólunum. 

 Nú geymir vagninn minningar um skemmtilega jólahefð sem fyrrum nemendur Hallormsstaðaskóla eiga saman.  

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.