Jóladagatal Minjasafnsins - 21. desember

Verslanir eru oftar en ekki einkar duglegar að skreyta fyrir jólin og geta jólaútstillingar í búðargluggum verið mikið augnayndi. 

Gripurinn sem leynist í 21. glugga jóladagatals Minjasafnsins er þessi föngulegi jólasveinn sem kemur úr fórum Pálínu Waage sem rak Verslun E.J. Waage á Seyðisfirði um árabil. Að öllum líkindum hefur Pálína búið sveininn til sjálf og saumað á hann fötin en hún var mikil hannyrðakona. Sveinninn prýddi svo glugga verslunarinnar og fylgdist þannig með Seyðfirðingum í jólainnkaupunum.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.