Jóladagatal Minjasafnsins - 3. desember

Fallegur jólapappír gleður augað!

Stundum gleður pappírinn litlar manneskjur meira en gjafirnar sem hann geymir.  Í dag er pappírinn oftar en ekki frekar mínímalískur, en útlit hans fylgir eflaust tíðaranda hverju sinni.  

Í þriðja glugga jóladagatals Minjasafnsins má finna þessar fallegu, litlu arkir af jólapappír sem gleðja aldeilis augað enda frekar litríkar og jólalegar, en þær koma frá Múla 2 í Álftafirði. Kannski hefur þessi pappír verið notaður áður utan um jólagjafir, enda algjör óþarfi að henda jólapappír ef maður nær honum sæmilega heilum eftir að hafa tekið upp pakkann. Þannig er hægt að endurnýta pappírinn næstu jól og spara pening sem annars færi í að kaupa nýjan pappír. Umhverfisvænt og gott og við mælum heilshugar með því. 

Við minnum á að hægt er að skoða grip dagsins, og fyrri daga, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins! 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.