Jóladagatal Minjasafnsins - 4. desember

Kertasteypa var því eitt af hinum árvissu verkefnum sem þurfti að ljúka fyrir jólin.

Var þá mest notast við sauðatólg. Tólgarkerti voru helst notuð á stórhátíðum og þá einna helst á jólunum þegar skammdegið var sem svartast. Kveikurinn var ýmist snúinn saman úr fífu, ull eða innfluttu ljósagarni.

Gripur dagsins er þetta flotta kertamót sem kemur frá Gilsá í Breiðdal og hefur eflaust verið mikið nýtt fyrir jólakertagerð hér áður fyrr. Að notast við kertamót var ein aðferð við að steypa kerti en oft á tíðum nægði fólki að dýfa kveikunum oft ofan í bráðna tólg þar til kertið var orðið nógu stórt.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.