Jóladagatal Minjasafnsins - 6. desember

„Jólaklukkur klingja, kalda vetrarnótt“.  

Líkan af kirkjum mátti sjá og má enn sjá á mörgum heimilum fyrir jólin. Oft á tíðum var hægt að kveikja ljós inn í þeim og sumar innihéldu spiladós sem spilaði angurvært „Heims um ból“ eða annað hugljúft lang. Oft voru kirkjurnar líkan af einhverri sérstakri kirkju en það virðist ekki vera með grip dagsins sem kemur frá Setbergi í Fellum og er frá árunum 1950-55. Kirkjuna átti Fanney Einarsdóttir (1923-1956), en hún bjó hana til sjálf.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að skoða fleiri gripi úr jóladagatalinu.