Jóladagatal Minjasafnsins - 7. desember

"Ertu búin að öllu fyrir jólin?" er spurning sem stundum hljómar á þessum árstíma.

Margir láta hana fara í taugarnar á sér því hvað er þetta "allt" sem þarf að klára fyrir jólin? Eitt af því sem þótti nauðsynlegt að gera fyrir jólin, og þykir jafnvel enn á sumum heimilum, var að skipta út öllum gardínum og dúkum út fyrir jólagardínur og jóladúka. Þá var allt þvegið og strauborðið drifið fram. Hver einasti dúkur þurfti að vera sléttur! Gripur dagsins er því réttilega þetta dásamlega straujárn, sem hefur mögulega straujað nokkra jóladúka- og gardínur. Straujárnið kom úr búi Þorbergs Jónssonar frá Skeggjastöðum 1. 

Við minnum á að hægt er að sjá gripi jóladagatalsins í sýningarskáp á efri hæð Safnahússins! 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi. 

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.