Jóladagatal Minjasafnsins - 9. desember

Eitt af því skemmtilega við veturinn er að geta farið á skauta.

Á mörgum heimilum hér áður fyrr voru til skautar á alla meðlimi fjölskyldunnar. Það var mikið gleðiefni þegar sást að gott skautasvell var að myndast og var þá skautað sér til gamans langt fram á kvöld. Eflaust hafa nokkrir krakkar í gamla daga fengið skauta í jólagjöf, líkt og finna má í jóladagatalinu í dag, en þeir eru úr svörtu leðri með hvítum reimum af sitt hvoru tagi. Annar skautinn er merktur "Ólafur Jónsson" en hinn "Óli Ósi". Samkvæmt Sveitir og jarðir í Múlaþingi, II bindi (bls. 357) bjó Jón Mikaelsson frá Djúpavogi á Unaósi frá árinu 1914 -1922 og átti son sem hét Ólafur og hefur hann að öllum líkindum átt þessa skauta. Gefandi var Ólöf Björgheiður Sölvadóttir (f. 1926) fyrrum bóndi á Unaósi.

Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins og dagana á undan í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins! 

 Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýtið hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.