Jóladagatal Minjasafnsins - 13. desember

Það er eitthvað róandi og notalegt við að hafa kveikt á nokkrum kertum á heimilinu, svona í svartasta skammdeginu.

Hér áður fyrr, áður en rafmagnið kom til sögunnar, þurftu Íslendingar að lifa við meira myrkur en við í dag getum ímyndað okkur. Lýsi var algengasta ljósmeti sem almenningur notaði og fara þurfti sparlega með það. Tímarnir hafa breyst og nú kveikir fólk aðallega kertaljós til að gera huggulegt og fær sér gúlsopa af lýsi á morgnanna. Gripur, eða gripir dagsins, hafa eflaust einhverntímann verið notaðir í huggulegum tilgangi en það eru þessir útsöguðu jólaálfar sem halda á kertahöldurum og voru framleiddir af Pálínu Waage á árunum 1938-1939.

Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, og dagana á undan, á efstu hæð Safnahússins!

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.