Jóladagatal Minjasafnsins - 18. desember

Ekki er ýkja langt síðan Íslendingar hófu að skreyta híbýli sín um jólin. 

Upp úr aldamótunum 1900 fór fyrst að bera á jólaskreytingum hérlendis í heimahúsum, einkum hjá vel stæðu fólki, og má segja að jólaskreytingar hafi farið stigvaxandi síðan þá. Upp úr 1940 fer að færast meira fjör í leikinn, en mikið af jólaskrauti kom þá frá Ameríku sem og Þýskalandi. Á þessum árum var mikið um skraut úr kreppappír, þá sérstaklega svokallaðar lengjur sem voru hengdar horn úr horni í loftum og gluggum. Í glugga dagsins í dag leynist einmitt ein slík sem kemur úr búi Jónasar Péturssonar í Fellabæ. Lengjan er með spotta í miðjunni svo hægt sé að draga hana út.

Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, sem og daganna á undan, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.