Jóladagatal Minjasafnsins - 19. desember

Eitt af því allra nauðsynlegast um jólin er gott konfekt.

Og þá sérstaklega með góðum kaffi- eða kakóbolla. Ein er sú tegundin sem við tengjum hvað mest við jólin og höfum gert í áratugi, en þar erum við auðvitað að tala um Quality Street konfekið frá Macintosh sem framleitt hefur verið síðan 1936. Eitthvað hefur innihald kassans breyst í tímanna rás en í dag eru um 15 tegundir mola í boxinu og eiga allir sinn uppáhalds mola. Eftir að molarnir klárast er síðan tilvalið að nota dallinn undir ýmislegt smádót, eins og gripur dagsins sýnir, en ýmislegt saumadót hefur verið geymt í honum. Dallurinn kemur úr búi Jónasar Péturssonar (1910-1997) í Fellabæ. 

Við minnum á að hægt er að sjá grip dagsins, sem og daganna á undan, í sýningarskáp á efstu hæð Safnahússins. 

 Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi úr jóladagatalinu.