Kjarval

Á Minjasafni Austurlands er varðveitt stórt safn persónulegra muna Jóhannesar Sveinsson Kjarvals listmálara auk þess sem Minjasafn Austurlands hefur umsjón með sumarhúsi listamannsins í Hjaltastaðaþinghá. Í heimsókinni fá nemendur fræðslu um listamanninn, verk hans og tengsl við Austurland og sýndir eru gripir sem bera vitni um listsköpun hans og lífstíl. Fyrir elsta stig grunnskóla.