Skip to main content

Gestagangur í desember

16. desember 2022

Það hefur verið gestkvæmt á safninu í desember en undanfarna daga hafa um 220 grunnskólanemendur heimsótt safnið í skipulögðum jólaheimsóknum. 

Flestir hafa nemendurnir verið af yngsta stigi og var þeim boðið upp á fræðslu um jólasveinana þrettán með áherslu á þá gripi og athafnir sem þeir draga nöfn sín af eða höfðu sérstakan áhuga á samkvæmt jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum það varð til skemmtilegt spjall um líf fólks í gamla daga, matarhefðir, athafnir og hluti sem þá voru í daglegri notkun en fá þekkja í dag. Nemendur af miðstigi heimsóttu einnig safnið og varð þeim boðið upp á notalega sögustund í rökkrinu þar sem rætt var um þjóðsögur sem tengjast jólunum og álfa, tröll og vættir sem þá fara stundum á kreik. Þá var gestunum boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist í sýningarsal safnsins í byrjun aðventunnar.

Það sem af er ári hafa í kringum 670 nemendur af öllum skólastigum heimsótt safnið í skipulögðum skólaheimsóknum eða tekið þátt í fræðsluverkefnum sem safnið hefur boðið upp á í skólunum. Þar fyrir utan hefur safnið staðið fyrir nokkrum opnum smiðjum og viðburðum fyrir börn og fjölskyldur þeirra, t.d. jólasamveru í desember í samstarfi við Bókasafn Héraðsbúa þar sem yfir 100 manns mættu og fóru í ratleiki, föndruðu, skreyttu kerti o.fl.

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...