Gestagangur í desember

16. desember 2022

Það hefur verið gestkvæmt á safninu í desember en undanfarna daga hafa um 220 grunnskólanemendur heimsótt safnið í skipulögðum jólaheimsóknum. 

Flestir hafa nemendurnir verið af yngsta stigi og var þeim boðið upp á fræðslu um jólasveinana þrettán með áherslu á þá gripi og athafnir sem þeir draga nöfn sín af eða höfðu sérstakan áhuga á samkvæmt jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum það varð til skemmtilegt spjall um líf fólks í gamla daga, matarhefðir, athafnir og hluti sem þá voru í daglegri notkun en fá þekkja í dag. Nemendur af miðstigi heimsóttu einnig safnið og varð þeim boðið upp á notalega sögustund í rökkrinu þar sem rætt var um þjóðsögur sem tengjast jólunum og álfa, tröll og vættir sem þá fara stundum á kreik. Þá var gestunum boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist í sýningarsal safnsins í byrjun aðventunnar.

Það sem af er ári hafa í kringum 670 nemendur af öllum skólastigum heimsótt safnið í skipulögðum skólaheimsóknum eða tekið þátt í fræðsluverkefnum sem safnið hefur boðið upp á í skólunum. Þar fyrir utan hefur safnið staðið fyrir nokkrum opnum smiðjum og viðburðum fyrir börn og fjölskyldur þeirra, t.d. jólasamveru í desember í samstarfi við Bókasafn Héraðsbúa þar sem yfir 100 manns mættu og fóru í ratleiki, föndruðu, skreyttu kerti o.fl.

 

Síðustu fréttir

Gripur mánaðarins - Febrúar
01. febrúar 2023
Þó það sé gaman að leika úti í snjónum þá er líka gott að geta leitað inn í mesta kuldanum! Þá er gott að geta gripið í gott spil, en nóg er til af þeim í safnkosti Minjasafnsins eins og víðar....
Óhefðbundnar sauðfjárlækningar - fyrirlestur í Safnahúsinu
31. janúar 2023
Þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fer fram í Safnahúsinu á Egilsstöðum fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Þar mun Hrafnkatla Eiríksdóttir snýkjudýra- og þjóðfræði...
Viðburðaríkt 2022
10. janúar 2023
Gleðilegt ár! Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er viðeigandi að líta um öxl og fara yfir það sem stóð upp úr í starfsemi safnsins á árinu 2022.  Segja má að árið hafi farið rólega af stað...

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum