Gestagangur í desember

16. desember 2022

Það hefur verið gestkvæmt á safninu í desember en undanfarna daga hafa um 220 grunnskólanemendur heimsótt safnið í skipulögðum jólaheimsóknum. 

Flestir hafa nemendurnir verið af yngsta stigi og var þeim boðið upp á fræðslu um jólasveinana þrettán með áherslu á þá gripi og athafnir sem þeir draga nöfn sín af eða höfðu sérstakan áhuga á samkvæmt jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Í gegnum það varð til skemmtilegt spjall um líf fólks í gamla daga, matarhefðir, athafnir og hluti sem þá voru í daglegri notkun en fá þekkja í dag. Nemendur af miðstigi heimsóttu einnig safnið og varð þeim boðið upp á notalega sögustund í rökkrinu þar sem rætt var um þjóðsögur sem tengjast jólunum og álfa, tröll og vættir sem þá fara stundum á kreik. Þá var gestunum boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist í sýningarsal safnsins í byrjun aðventunnar.

Það sem af er ári hafa í kringum 670 nemendur af öllum skólastigum heimsótt safnið í skipulögðum skólaheimsóknum eða tekið þátt í fræðsluverkefnum sem safnið hefur boðið upp á í skólunum. Þar fyrir utan hefur safnið staðið fyrir nokkrum opnum smiðjum og viðburðum fyrir börn og fjölskyldur þeirra, t.d. jólasamveru í desember í samstarfi við Bókasafn Héraðsbúa þar sem yfir 100 manns mættu og fóru í ratleiki, föndruðu, skreyttu kerti o.fl.

 

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2022 komin út
10. maí 2023
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2022 er komin út. Þar er fjallað um starfsemina á árinu 2022 sem var fjölbreytt og blómleg enda má segja að á árinu hafi hjólin aftur farið að snúast me...
Gripur mánaðarins - Maí
01. maí 2023
Aprílmánuður hefur nú runnið sitt skeið og síðasti gripur mánaðarins fyrir sumarfrí lítur nú dagsins ljós.  Að þessu sinni höfum við valið ákaflega fallegan mun, þ.e. listilega fallega og ...
Lokað á sumardaginn fyrsta.
19. apríl 2023
Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn vekjum við athygli á því að safnið verður lokað á sumardaginn fyrsta. Opnum aftur á venjulegum tíma á föstudaginn. 

Opnunartímar
1. sept - 31.maí - Þriðjudaga - föstudaga:  11:00-16:00
1. júní - 31. ágúst - Alla daga: 10:00-18:00

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum