Vetur

Nú þegar vetur konungur ræður ríkjum með tilheyrandi frosti og snjó er vel við hæfi að huga að íþróttum og tómstundum sem tengjast vetrinum. Á örsýningunni Vetur, sem nú stendur yfir á efstu hæð Safnahússins, eru til sýnis ýmsir gripir úr safnkosti safnsins sem tengjast vetrinum og vetraríþróttum ásamt ljósmyndum frá Ljósmyndasafni Austurlands sem sýna austfirskar vetraríþróttir í gegnum tíðina.