Kassar

Kassar hafa yfir sér leyndardómsfullan blæ. Hlutverk þeirra er breytilegt og hægt er að nýta þá undir alls kyns gull og gersemar eða dót og drasl. Sumir eru sannkölluð listaverk á meðan aðrir eru þjóna frekar hagnýtu hlutverki en fagurfræðilegu. Ef leitarorðið kassi er slegið inn í skráningarkerfi Minjasafns Austurlands koma upp 175 færslur. Á sýningunni Kassar, sem nú stendur yfir í sýningarskápnum á þriðju hæð Safnahússins, má sjá úrval af þeim kössum sem safnið hefur að geyma og enn fleiri er hægt að sjá hér. 

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum