Skip to main content

Merki Minjasafnsins í afmælisbúning

29. mars 2023

Eins og glöggir vegfarendur um vefinn hafa ef til vill tekið eftir er merki Minjasafns Austurlands komið í nýjan búning. Breytingin er tímabundin og gerð í tilefni af því að í ár verða 80 ár liðin frá því að Minjasafn Austurlands var formlega stofnað en stofnfundur þess fór fram á fundi á Hallormsstað 10.-11. október árið 1943. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að setja merki Minjasafnsins í í tímabundinn afmælisbúning og minna þannig á þá löngu sögu sem safnið á að baki. Ýmislegt fleira er á döfinni í tengslum við afmælisárið og vert að hvetja fólk til að fylgjast með á vef og samfélagsmiðlum safnsins. 

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...