Skip to main content

Gripur mánaðarins - Október

Ullin hefur haldið hita á Íslendingum alveg frá því að land byggðist.  

Í dag er það talið ágætis afþreyting að prjóna en hér áður fyrr var prjónavinnan skyldustarf sem flestir á heimilinu tóku þátt í og unnið var myrkranna á milli. Ullin var unnin að vetri til en hófst ekki fyrr en eftir sláturtíð. Prjónles til heimilisnota var einkum sokkar, belgvettlingar, fingravettlingar, treflar, peysur, buxur, skór, hettur, húfur og jafnvel axlabönd. Oft voru einnig nærföt karla og sokkabönd kvenna prjónuð og jafnvel tjöld og koddaver.

Gripur októbermánaðar tengist einmitt ullarvinnslu og er þessi fallegi kembulár frá 1880 sem kemur frá Skriðu í Breiðdal. Lyppan, sem varð til þegar ullin var kembd, var geymd í kembulárum áður en hún var spunnin á snældu.  

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.