Haukssjóður
Haukssjóður var stofnaður árið 1996 að frumkvæði fjölskyldu Hauks Stefánssonar, myndlistarmanns frá Vopnafirði. Markmið sjóðsins er að efla myndlist á Austurlandi með viðurkenningum og bókagjöfum
Haukur Stefánsson fæddist árið 1901 á Rjúpnafelli í Vopnafirði. Ungur sigldi hann með móður sinni til Vesturheims og eyddi þar uppvaxtarárum sínum og stundaði myndlistarnám í Winnipeg og Chicago. Árið 1932 flutti hann aftur heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Jósefsdóttur, sem hann hafði kynnst þegar hann heimsótti föðurlandið árið 1930 í tilefni Alþingishátíðarinnar. Þau hjón settust að á Akureyri. Þar lagði Haukur stund á myndlist þó hans aðalstarf hafi verið húsamálun auk þess sem hann vann við að mála leiktjöld hjá Leikfélagi Akureyrar við góðan orðstír og tók að sér að leiðbeina áhugasömum mynlistarnemum. Haukur lést árið 1953.
Safnstjóri Minjasafns Austurlands og forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa voru skipaðir umsjónaraðilar sjóðsins við stofnun hans. Undanfarin ár hefur nemendum sem útskrifast af listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum verið gefin eintök af bókinni Haukur Stefánsson sem gefin var út í tengslum við sýningu á verkum hans í Listasafninu á Akureyri. Gjöfin er í samræmi við markmið sjóðsins og er hugsuð sem hvatning til nemendanna til að halda áfram göngu eftir stígum listarinnar.
Bókin er jafnframt til sölu hjá Minjasafninu og rennur söluandvirði hennar óskipt í Haukssjóð. Hægt er panta bókina með því að senda póst á netfangið