Skip to main content

Ljósmyndasafn Austurlands

Minjasafnið er aðili að Ljósmyndasafni Austurlands sem er sérstök deild innan Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Ljósmyndasafnið geymir í kringum 80 þúsund myndir en allar ljósmyndir sem berast Minjasafninu eru varðveittar þar. Nánari upplýsingar um ljósmyndasafnið má nálgast á heimasíðu Héraðsskjalasafnsins.

Árið 2014 var opnaður sérstakur ljósmyndavefur þar sem stór hluti Ljósmyndasafnsins var gerður aðgengilegur almenningi. Þar má skoða fjölbreytt myndasöfn, allt frá mannamyndum frá því um aldamótin 1900 til frétta- og íþróttaljósmynda fá síðari hluta 20. aldar.