Skip to main content

Námsefni Minjasafns Austurlands

Námsefni Minjasafns Austurlands er hugsað sem stuðningur við heimsóknir grunnskólahópa á safnið. Efnið er unnið af Unni Maríu Sólmundsdóttir, kennara og námsefnishöfundi sem á og rekur gagnabankann Kennarinn.is.

Námsefnið er byggt upp þannig að einn námsefnispakki er eyrnamerktur hverjum bekk grunnskólans. Mismunandi umfjöllunarefni eru fyrir hvern árgang en öll tengjast þau á einhvern hátt sýningum og safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands. Pakkarnir eru sniðnir að þörfum hvers aldurshóps en þó þeir séu séu eyrnamerktir ákveðnum bekkjum er ekkert því til fyrirstöðu að kennarar noti efnið í öðrum árgöngum. Vonir standa til að með þessu muni nemendur alast upp sem virkir neytendur þess sem í boði er á söfnum og læra að þar er alltaf hægt að kynnast einhverju nýju.

Þó efnið sé hugsað sem stuðningur við heimsóknir á safnið er lagt upp með að þeir kennarar sem ekki eiga þess kost að koma með nemendur sína í heimsókn geti nýtt efnið við sína kennslu og þannig skyggnst inn um glugga safnsins í gegnum netið.

Nálgast má efnið með því að smella hér.

Athugið að efnið er enn í vinnslu og þess vegna eru ekki komnir inn námsefnispakkar fyrir alla bekki.

Verkefnið hlaut styrk úr Safnasjóði