Skip to main content

Sýningarstefna

Stefna Minjasafns Austurlands er að bjóða upp á vandaðar grunnsýningar og smærri sýningar til styttri tíma. Þá er það stefna safnsins að nýta vefmiðla í auknum mæli til að setja upp vefsýningar og miðla upplýsingum um safnkostinn.

Grunnsýning

Samkvæmt starfsstefnu Minjasafnsins skal safnið leitast við að „[h]afa metnaðarfulla grunnsýningu sem samræmist hlutverki Minjasafnsins og endurspeglar mannlíf og samfélag svæðisins.“ Grunnsýning Minjasafnsins er endurskoðuð á ca 10 ára fresti.

Sérsýningar

Í starfsstefnu Minjasafnsins kemur fram að „viðburðahald skuli vera fjölbreytt og samfellt“. Í því felst meðal annars að bjóða upp nokkrar smærri sýninga á ári sem hver og ein stendur í nokkrar vikur eða mánuði, allt eftir eðli sýninganna. Slíkar sýningar geta bæði verið með gripum úr safnkosti, gripum frá öðrum söfnum og utanaðkomandi sýningar. Leitað er eftir samstarfi við lista- og fræðafólki sem hefur hug á að setja upp sýningar í húsakynnum safnsins sem falla vel að starfseminni sem þar fer fram. Þá er það stefna safnsins að nýta vefinn, t.d. heimasíðu safnsins og Sarp, í auknum mæli til að setja upp vefsýningar og miðla upplýsingum og fróðleik á þann hátt.