Skip to main content

Fjallkonan

Minjasafn Austurlands varðveitir kyrtilbúninginn sem fjallkonan á Fljótsdalshéraði klæðist á þjóðhátíðardaginn. Kyrtilinn gaf kvenfélagið Bláklukka Egilsstaðabæ árið 1997 í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Búningurinn var sniðinn af Láru Elísdóttur klæðskera; Margrét Björgvinsdóttir saumaði hann og bróderaði mynstrið; Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir orkeraði blúndur í hálsmál og framan á ermar og Helga Þórarinsdóttir saumaði höfuðbúnaðinn.

26 konur hafa klæðast búningnum í gegnum tíðina og þannig átt þátt í að ljá samkomunni hátíðlegum blæ. Eftir því sem við komumst næst er listinn eitthvað á þessa leið en ekki er ólíklegt að þarna hafi einhverjar villur slæðast með. Ef þið getið fyllt inn í eyðuna eða leiðrétt villur megið þið gjarnan senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Eins þætti okkur gaman að fá myndir af fjallkonum fyrri ára ef þær eru til.

Fjallkonur frá árinu 1997:

  • 1997: Edda Sigfúsdóttir

  • 1998:
  • 1999: Gyða Þorbjörg Guttormsdóttir
  • 2000: Fanney Ingadóttir
  • 2001: Auður Vala Gunnarsdóttir
  • 2002: Ruth Magnúsdóttir
  • 2003: Hulda Elisabeth Daníelsdóttir
  • 2004: Stefanía Jóhanna Valdimarsdóttir
  • 2005: Anna Dóra Helgadóttir
  • 2006: Halldóra Malín Pétursdóttir
  • 2007: Anna Alexandersdóttir
  • 2008: Edda Óttarsdóttir
  • 2009: Guðlaug Ólafsdóttir
  • 2010: Karen Erla Erlingsdóttir
  • 2011: Sigþrúður Sigurðardóttir
  • 2012: Jóney Jónsdóttir
  • 2013: Stefanía Malen Stefánsdóttir
  • 2014: Maríanna Jóhannsdóttir
  • 2015: Bryndís Fiona Ford
  • 2016: Guðrún Ragna Einarsdóttir
  • 2017: Alda Björg Lárusdóttir
  • 2018: Katrín Högnadóttir
  • 2019: María Veigsdóttir
  • 2020: Engin fjallkona
  • 2021: Sandra Ösp Valdimarsdóttir
  • 2022: Aleksandra Radovanovic
  • 2023: Karólína Andrésdóttir