Eigendur og stjórn

Eigendur safnsins

Sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps standa að byggðasamlagi um rekstur Minjasafns Austurlands. Starfsemi byggðasamlagsins fellur undir ákvæði VII. kafla sveitarstjórnarlaga nr 45/1998 og nánari ákvæði í stofnsamningi um starfsemi safnsins. Þau sveitarfélög sem að safninu standa skipa 5 manna stjórn til fjögurra ára í senn, þar af eru þrír fulltrúar frá Fljótsdalshéraði, einn fulltrúi frá Fjótsdalshreppi og einn frá Borgarfjarðarhreppi.

Stjórn safnsins

Ásdís Helga Bjarnadóttir (formaður), Sigrún Blöndal (ritari) og Guðrún Ragna Einarsdóttir fyrir Fljótsdalshérað; Þórdís Sveinsdóttir fyrir Fljótsdalshrepp og Kristjana Björnsdóttir fyrir Borgarfjarðarhrepp. Varamenn eru Jónína Brynjólfsdóttir, Dagur Skírnir Óðinsson og Sigríður Þráinsdóttir fyrir Fljótsdalshérað; Gunnar Jónsson fyrir Fljótsdalshrepp og Björn Aðalsteinsson fyrir Borgarfjarðarhrepp.