Gripur mánaðarins - Nóvember
Á veturna, þegar erfitt var að fara á milli staða á hestum, var gott að geta gripið í skíðin.
Í dag eru skíðin hinsvegar nánast eingöngu notuð sem afþreying og státum við Austfirðingar t.d. af tveimur frábærum skíðasvæðum. Gripur nóvember mánaðar eru þessi tréskíði sem voru í eigu Þorsteins Sigurðssonar, læknis, sem þjónaði lengi á Fljótsdalshéraði og á Borgarfirði eystra. Hann ferðaðist oft í vitjanir á skíðum bæði innan Héraðs og eins á Borgarfjörð og þótti góður skíðamaður. Skíðin sjálf eru rauð að neðan og þeim fylgja skíðastafir úr bambus.
Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.
Smellið hér til að sjá gripi fyrri mánaða.