Gripur mánaðarins - Desember
Jólaljósin gleðja augað!
Kominn er desember, sem þýðir m.a. að brátt fer daginn aftur að lengja en lengsti dagur ársins er í ár þann 22. desember. Þá má segja að allt fari upp á við. Það er óhætt að segja að Íslendingar séu duglegir að lýsa upp þetta svartasta skammdegi, en jólaljós prýða flest öll hús á þessum tíma. Gripur mánaðarins tengist auðvitað jólunum og hefur eflaust lýst upp heimili eiganda þess á þeim tíma. Um er að ræða fimmtán ljósa bjölluseríu sem framleidd var á Reykjalundi í kringum 1950-1965. Bjöllurnar eru í mismunandi litum og skreyttar með límmiðum. Serían kom úr búi Páls Sigfússonar (1931-2017) á Hreiðarsstöðum.
Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.
Smellið hér til að sjá gripi fyrri mánaða.