Skip to main content

Gripur mánaðarins - Janúar

Eftir langt og ljúft jólafrí hefst skólinn aftur. Allt gengur sinn vanagang. Gripur janúarmánaðar tengist einmitt skólagöngu en það er þessi dásamlega skólataska sem kemur frá Múla 2 í Álftafirði.

Líklegast þykir að hún sé frá árunum 1960-65. Framan á töskunni má sjá mynd af Mjallhvíti og dvergunum sjö. Í henni er eitt stórt hólf og eitt minna framan á. Taskan er svolítið farin að láta á sjá, hefur líklega þjónað vel sínum tilgangi.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi

Smelltu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.