Gripur mánaðarins - Febrúar

Nú hefur janúarmánuður runnið sitt skeið og sólin fer ört hækkandi á lofti, öllum til ánægju. Þá er ekki úr vegi að njóta þess sem veturinn hefur upp að bjóða með því að skella sér á skíði eða jafnvel skauta. Gripur mánaðarins tengist skautaíþróttinni einmitt, en hann var notaður þegar það tíðkaðist að skauta á Lagarfljótinu. Gripurinn er svokallað skautasegl, að öllum líkindum heimasaumað, og samanstendur það úr tveimur sívölum trésköftum, 2,04 m og 2,10 m á lengd, og segli úr hvítu þéttu lérefti sem er margbundið við stangirnar. Með fylgir þverslá, 2,70 m á lengd, sívöl og mjókkar til beggja enda. Segið kemur úr búi Sveins Jónssonar (1893-1981) og Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur (1894-1998) á Egilsstöðum. Sveinn var góður skautamaður og notaði seglið er hann renndi sér á ís á Lagarfljótinu í góðum byr. Ásdís dóttir hans (1922-1991) mundi eftir að hafa setið á handlegg hans en með hinni hendinni hélt hann á seglinu og brunuðu þau eftir ísnum. Eitt sinn mun Sveinn hafa rennt sér upp í Hallormsstað með seglið.

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýtið hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.

Opnunartímar
1. sept - 31.maí - Þriðjudaga - föstudaga:  11:00-16:00
1. júní - 31. ágúst - Alla daga: 10:00-18:00

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum