Skip to main content

Gripur mánaðarins - Nóvember

Nú þegar veturinn er formlega hafinn er við hæfi að draga fram grip sem tengist honum!

Ekkert er skemmtilegra á fallegum vetrardögum en að nýta snjóinn í skemmtilegan leik. Þá eru ýmis leikföng tekin út sem fengið hafa að dvelja inn í geymslu frá síðasta vetri. Þannig hefur það eflaust verið með þennan glæsilega sleða sem Finnur Þorsteinsson (f.1961) gaf til safnsins árið 2018 en Finnur er sonur Þorsteins Sigurðssonar (1914-1997), læknis á Egilsstöðum, og Friðbjargar Sigurðardóttur (1918-1986). Sleðinn er fyrir barn til að sitja í og annað að ýta, líkt og skíðasleði, en hann er úr við og masónítplötur eru á hliðum. Sleðinn var smíðaður trésmíðaverkstæði Kaupfélags Héraðsbúa eftir mynd sem Friðbjörg kom með úr erlendu blaði. Ekki er vitað hver smíðaði sleðann en það var í kringum árið 1960. Notendur voru þeir bræður, Finnur og Þórhallur Þorsteinsson (f. 1948).

 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.