Gripur mánaðarins - Mars
Marsmánuður hefur litið dagsins ljós og nýr gripur mánaðarins hefur verið valinn!
Að þessu sinni er það þessi undurfagra harmonikka af tegundinni Cactel Fidaro, Italy. Harmonikkan er gul og ljósblá með brúnni leðuról og er í ljósblárri tösku með gulu fóðri. Hún er komin vel til ára sinna en Oddur Sigfússon (1933-2019) eignaðist hana í kringum 1955. Um 1960 gaf hann hana Páli Sigfússyni (1931-2017) og var hún aðallega notuð heima fyrir, en eitthvað á barnaböllum og þorrablótum.
Hljóðfærið harmonikka barst til Íslands á síðustu áratugum 19. aldar og var fyrst og fremst danshljóðfæri. Eftir aldamótin 1900 voru góðir harmonikkuleikarar manna vinsælastir og ferðuðust oft langar leiðir með hljóðfærið á hestbakinu. Léku þeir svo fyrir dansi í 10-12 tíma og fengu nokkrar krónur í laun. Nú telst
Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.
Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.
Heimild: Harmonikan; saga samsetning og menning. Ritgerð eftir Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur frá Listaháskóla Íslands. Sótt af https://skemman.is/bitstream/1946/5738/1/Lokaritgerd.pdf.