Skip to main content

Gripur mánaðarins - Maí

Aprílmánuður hefur nú runnið sitt skeið og síðasti gripur mánaðarins fyrir sumarfrí lítur nú dagsins ljós. 

Að þessu sinni höfum við valið ákaflega fallegan mun, þ.e. listilega fallega og vel gerða tágakörfu úr víðitágum með formuðu loki með litlum hnúð efst. Karfan er ansi gömul en hana fléttaði Einar Einarsson (f. 21.05.1802 - 26.05.1881) bóndi á Brú í Jökuldal, en hann var þar bóndi frá fyrri hluta 19. aldar og fram yfir 1870. Hróðný Svanbjörg Einarsdóttir (f. 20.07.1899. d. 27.11.1986), langafabarn Einars, gaf körfuna á safnið en Vilhjálmur Hjálmarsson afhenti körfuna til safnsins stuttu eftir að það opnaði. Einar þótti mjög hagur og vandvirkur, og reið hann margar mismunandi stórar körfur, allar úr víðitágum. Þessa körfu gaf hann konu sinni Hróðnýju Jónsdóttur (f. 1809, d. 25.02.1834) en hún dó eftir stutta sambúð ásamt barni þeirra. Síðari kona Einars var Anna Stefánsdóttir (f. 1820, d. 02.07.1878) en fyrsta barn þeirra var skírt Hróðný Einarsdóttir (f. 14.12.1841, d. 03.08.1925), eftir fyrrum eiginkonu Einars, og er það amma gefanda. Fékk hún körfuna gefna en gaf síðar Svanbjörgu körfuna þar sem hún hét sama nafni. Var hún í eigu Svanbjargar í rúm 75 ár, álitin algjör dýrgripur enda fögur mjög. Fannst henni réttast að karfan væri geymd á Austurlandi og sendi hana til Minjasafnsins. 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.