Skip to main content

Gripur mánaðarins - Apríl

"Á skíðum skemmti ég mér, trallallalaa..."

Þá hefur aprílmánuður látið sjá sig og þeir sem dýrka skíðasportið nýta nú hverja mínútu til iðkunar. Það má með sanni segja að skíðabúnaður hafi breyst mikið síðustu ár og áratugi, allt til þess að bæta árangur og öryggi skíðafólks. Við viljum endilega tengja grip mánaðarins við þessa ágætu íþrótt en að þessu sinni eru það þessir glæsilegu, vínrauðu skíðaskór með hvítu loðfóðri kringum ökklann. Skórnir eru í stærð 9 (ca. 37-38) og eru vel máðir sem segir okkur að eitthvað hafi þeir verið notaðir. Þeir voru í eigu Guðrúnar Sigurðardóttur (f. 19.08.1933, d. 14.11.2015), húsfreyju á Hallormsstað en hún var eiginkona Sigurðar Benediktssonar Blöndal (f. 03.11.1924, d. 26.08.2014), skógræktarstjóra á Hallormsstað.  Hér má sjá mynd af þeim hjónum af vef Ljósmyndasafns Austurlands.

 

Nánari upplýsingar um gripinn á Sarpi.

Ýttu hér til að sjá fleiri gripi mánaðarins.