Jólasveinarnir og áhugamálin þeirra

Í heimsókninni er fjallað um jólasveinana eins og þeir koma fyrir í vísum Jóhannesar úr Kötlum. Sagt er frá áhugamálum þeirra og útskýrt frá hverju þeir draga nöfn sín. Hvaða „froðu“ stal Giljagaur? Hvar var Kjötkrókur þegar hann „krækti sér í tutlu“? Hvað er „tutla“? Til hvers notar maður „þvöru“ og af hverju hentist Bjúgnakrækir upp í rjáfrin? Þessum og fleiri spurningum og vangaveltum er svarað í heimsókninni sem hentar vel yngsta stigi grunnskóla en má einnig aðlaga að miðstigi. Í tengslum við þessa heimsókn má benda á námsefnispakkann fyrir 2. bekk í námsefni Minjasafnsins.

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum