Hreindýr: Safnarallý

Á sýningunni Hreindýrin á Austurlandi er fjallað um þessi einkennisdýr Austurlands. Nemendur fá leiðsögn um sýninguna og í framhaldi af því fara þau í svokallað safnarallý þar sem þau geysast um sýninguna í leit að fyrirfram ákveðnum gripum. Að því loknu er horft á teiknimyndina Bjartur og hreindýrið. Námsefnispakkinn fyrir 3. bekk í námsefni Minjasafnsins fjallar um hreindýrin og tilvalið að vinna með það efni fyrir eða eftir heimsóknina. Heimsóknin hentar vel fyrir yngsta stig grunnskóla

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum