Kári og þorrinn

Í þessari heimsókn er fjallað um þorrann frá ýmsum hliðum. Sögð er saga af Kára sem var til "í gamla daga" og er á sama aldri og hlustendurnir. Sagan gerist í byrjun þorra og inn í hana fléttast fróðleikur um gamla siði tengda þorrakomunni, matarhefðir, gömlu mánaðaheitin, aðstæður fólks í torfbæjum og fleira. Um leið og sagan er lesin eru ýmsir gripir og myndir dregnir uppúr þorrakistunni. Heimsóknin hentar bæði yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Benda má á námsefni um þorrann fyrir 1. og 7. bekk í námsefni Minjasafnsins.

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum