Þjóðsagna Stopmotion - smiðjur í tengslum við BRAS

Nemendur vinna með þjóðsögur í skólanum að svo miklu leyti sem kennarar vilja og í því sambandi má benda á námsefnispakka um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara í námsefni Minjasafnsins. Nemendur velja sér stutta þjóðsögu, rýna í hana og sjá fyrir sér hvernig hægt er að myndgera hana. Nemendur koma í heimsókn í Minjasafnið og búa til hreyfimynd (stop motion) upp úr sögunni.

Safnið býður upp á þessa smiðju á haustin í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Safnfræðslufulltrúi getur komið í heimsókn inn í bekkinn með kveikju áður en vinnan hefst ef áhugi er fyrir því. Hentar fyrir 3.-5. bekk grunnskóla. 

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum