
Þjóðsagna Stopmotion
Nemendur vinna með þjóðsögur í skólanum að svo miklu leyti sem kennarar vilja og í því sambandi má benda á námsefnispakka um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara í námsefni Minjasafnsins. Nemendur velja sér stutta þjóðsögu, rýna í hana og sjá fyrir sér hvernig hægt er að myndgera hana. Nemendur koma í heimsókn í Minjasafnið og búa til hreyfimynd (stop motion) upp úr sögunni.
Safnfræðslufulltrúi getur komið í heimsókn inn í bekkinn með kveikju áður en vinnan hefst ef áhugi er fyrir því. Smiðjan sjálf getur líka farið fram í skólanum. Hentar fyrir 3.-5. bekk grunnskóla.