Ljósmyndir

Nemendur kynnast starfsemi Ljósmyndasafns Austurlands sem Minjasafnið er aðili að og er deild innan Héraðsskjasafns Austfirðinga. Fjallað er um ljósmyndatækni fyrri tíma, sagt frá nokkrum ljósmyndurum sem störfuðu á Austurlandi, fjallað um hvaða merkingu ljósmyndir höfðu fyrir fólk í gamla daga og hvernig við umgöngumst ljósmyndir í dag miðað við þá. Nemendur velja nokkrar gamlar myndir úr safninu sem þau eiga síðan að endurgera. Fyrir elsta stig grunnskóla eða framhaldsskóla.

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum