Skip to main content

Leikskólar - Líf fólks í gamla daga

Í heimsókninni er fjallað um líf fólks í gamla torfbæjarsamfélaginu. Rætt er um híbýli fólks í gamla daga, fötin sem það klæddist, matinn sem það borðaði og leiki barna. Jafnfram fá nemendur að kynnast því hvers konar staðir söfn eru, hvernig hlutir er geymdir þar og þeim umgengnisreglum sem þar gilda. Lögð er áhersla á að leyfa börnunum að snerta og prófa eins og kostur er. Hægt er að deila efninu niður á fleiri en eina heimsókn og fara þá dýpra í hvern hluta hennar.