Hreindýr: Lásalausnir
Lásalausnir (Brakeout Edu) er kennsluform þar sem nemendur vinna saman að því að opna lása á sérstökum kassa og nota til þess fyrirliggjandi gögn og vísbendingar. Í þessari heimsókn spreyta krakkarnir sig á þrautum sem allar tengjast hreindýrum og sýningu Minjasafnsins Hreindýrin á Austurlandi. Hentar vel fyrir miðstig grunnskóla.