Fjöllistamaður í fjallasal
Sumarsýning Minjasafnsins árið 2016 var samstarfsverkefni safnsins, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Sýningin bar heitið Fjöllistamaður í Fjallasal og var tileinkuð alþýðulistamanninum Jón A. Stefánssyni frá Möðrudal sem var mikill hagleiks- og listamaður, málaði málverk, skar út í tré, spilaði á orgel, samdi lög og söng. Frægastur var hann þó fyrir að hafa byggt Möðrudalskirkju og málað altaristöfluna sem í henni er en kirkjuna byggði hann til minningar um konu sína, Þórunni Oddsen. Sýningin var sett upp í Sláturhúsinu og þar voru til sýnis málverk og listmundir eftir Jón auk þess sem hægt var að skoða skjöl tengd honum og hlusta á viðtöl við hann og upptökur á söng hans. Í tengslum við sýninguna gafst einstakt tækifæri til að safna saman upplýsingum um verk Jóns sem til eru víða. Frétt um opnun sýningarinnar má finna hér.