Skip to main content

Nála

Haustsýning Minjasafnsins árið 2015 var farandsýningin Nála sem byggð er á samnefndri bók bók eftir Evu Þengilsdóttur. Bókin Nála - riddarasaga kom út hjá Sölku í lok árs 2014 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Innblástur sótti höfundur í íslenskt handverk og sagnahefð. Sýningin var sniðin að yngstu bekkjum grunnskóla. Þar var ýtt undir hugmyndaflug og sköpunargleði og gestir hvattir til að snerta, skapa og skemmta sér. Auk þess útbjó Eva skemmtilegan ratleik sem teygiði sig um allt Safnahúsið. 140 skólabörn af öllu Austurlandi heimsóttu sýninguna ásamt kennurum sínum.